Framhald atkvæðagreiðslna

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 15:04:35 (6501)

1997-05-14 15:04:35# 121. lþ. 124.92 fundur 334#B framhald atkvæðagreiðslna# (um fundarstjórn), ÓÞÞ
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[15:04]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Eldhúsdagsumræður fara fram í kvöld og ég legg eindregið til að hæstv. forseti taki tillit til þeirra óska stjórnarandstöðunnar að hún fái að koma með þokkalegar ræður og verði sér ekki til skammar í umræðunum. Ég hvet forseta eindregið til að taka það alvarlega því þetta getur náttúrlega orðið mjög erfitt fyrir þingið út á við ef því verður haldið fram að það sé á ábyrgð forsetans að þessi mistök hafi átt sér stað.

(Forseti (ÓE): Forseti metur umhyggju þingmanns fyrir heill forsetans.)