Innheimta þungaskatts

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 15:44:02 (6508)

1997-05-14 15:44:02# 121. lþ. 125.3 fundur 463. mál: #A innheimta þungaskatts# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., Fyrirspyrjandi HjálmJ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur

[15:44]

Fyrirspyrjandi (Hjálmar Jónsson):

Herra forseti. Ég beini fyrirspurn til hæstv. fjmrh. um innheimtu þungaskatts á stórum bifreiðum með tilkomu ökurita. Nú hef ég um það upplýsingar að verulegur árangur hafi náðst í bættri innheimtu þungaskatts. Þannig hafi verulegir fjármunir skilað sér sem auknar tekjur í Vegasjóð og mér leikur forvitni á að vita hversu mikið. Þegar þessi breyting var gerð á síðasta ári varð vart nokkurrar óánægju meðal eigenda flutningabifreiða og sendibíla því að auk fyrirhafnar sem fylgdi breytingunni þurftu þeir að greiða fyrir ökurita í hvern bíl, kostnað sem var á bilinu 70--100 þús. kr. ef ég hef náð því rétt. Mér þykir því ástæða til að fá fram upplýsingar um hvort aðgerðin hafi ekki skilað árangri. Spurningin er þannig:

,,Hvaða árangur hefur náðst í innheimtu þungaskatts af stórum bifreiðum með tilkomu ökurita?``