Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður)

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 21:00:30 (6531)

1997-05-14 21:00:30# 121. lþ. 126.1 fundur 331#B almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður)#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur

[21:00]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 20 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, átta mínútur í fyrstu umferð og sex mínútur í tveimur síðari umferðunum. Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Þingflokkur jafnaðarmanna, Sjálfstfl., Alþb. og óháðir, Framsfl. og Samtök um kvennalista.

Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir þingflokk jafnaðarmanna tala í fyrstu umferð Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., í annarri umferð Ásta R. Jóhannesdóttir, 18. þm. Reykv., en Jón Baldvin Hannibalsson, 9. þm. Reykv., í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstfl. tala í fyrstu umferð Halldór Blöndal samgrh., í annarri Arnbjörg Sveinsdóttir, 5. þm. Austurl., en í þeirri þriðju Einar Oddur Kristjánsson, 3. þm. Vestf. Ræðumenn Alþb. og óháðra verða í fyrstu umferð Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., í annarri umferð Sigríður Jóhannesdóttir, 8. þm. Reykn., en í þriðju umferð Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv. Ræðumenn Framsfl. verða Halldór Ásgrímsson utanrrh. í fyrstu umferð, í annarri umferð Ísólfur Gylfi Pálmason, 4. þm. Suðurl., og í þriðju umferð Jón Kristjánsson, 2. þm. Austurl. Fyrir Samtök um kvennalista tala Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., í fyrstu umferð, í annarri umferð Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., og Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., í þriðju umferð.