Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:02:24 (6547)

1997-05-15 10:02:24# 121. lþ. 127.91 fundur 336#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:02]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Klukkan 1.30 fer fram umræða utan dagskrár um framkvæmd samræmdra prófa í grunnskóla. Málshefjandi er Svanfríður Jónasdóttir og menntmrh. verður til andsvara. Það er hálftíma umræða.

Að öðru leyti vill forseti taka fram um fundarhaldið í dag að atkvæðagreiðslur hefjast innan skamms um þrjú fyrstu dagskrármálin og síðan verður farið í dagskrána samkvæmt röðinni. Hlé verður milli kl. 1 og 1.30. Það má búast við atkvæðagreiðslum síðar í dag, væntanlega um kl. 4 í dag. Síðan er gert ráð fyrir að fundur standi til kl. 7.