Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:05:14 (6548)

1997-05-15 10:05:14# 121. lþ. 127.1 fundur 100. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:05]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Nú kemur til atkvæðagreiðslu frv. um fjárreiður ríkisins sem unnið var í sérnefnd. Við fulltrúar jafnaðarmanna sem áttum sæti í nefndinni skrifuðum undir nál. með fyrirvara. Við styðjum brtt. sem koma frá nefndinni. Sá fyrirvari sem við gerðum lýtur að 30. gr. frv. sem við teljum vera of rúma og ekki eiga heima í þessari löggjöf.

Við erum hins vegar ekki með eins miklar áhyggjur af 33. gr. og aðrir félagar okkar sem hafa flutt brtt. við þá grein. Við munum ekki greiða atkvæði með þeim brtt. Við munum hins vegar styðja brtt. hv. þm. Ögmundar Jónassonar um að fella brott 30. gr. einfaldlega vegna þess að við teljum að sú löggjöf í þessu formi eigi ekki heima inni í frv. um fjárreiður ríkisins.

Að öðru leyti styðjum við frv., teljum það merka lagasetningu og munum fylgja með jákvæðu hugarfari öllum þeim brtt. sem nefndin leggur til.