Atkvæðaskýringar

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:21:04 (6554)

1997-05-15 10:21:04# 121. lþ. 127.94 fundur 338#B atkvæðaskýringar# (um fundarstjórn), HG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:21]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það gerðist við atkvæðagreiðslu áðan, sem er raunar ekkert einsdæmi, að umræða er hafin um mál. Ég hafði skilið hæstv. forseta svo fyrr á þessu þingi þegar hann minnti þingmenn á það að ætluðu þeir að gera grein fyrir atkvæði sínu, þyrftu þeir að gefa merki um það strax og grein gengur til atkvæða. Hér gerðist það hins vegar að hv. þm. Ögmundur Jónasson gerði grein fyrir atkvæði sínu í upphafi en þegar hann var langt kominn með sitt mál, þá biður annar hv. þm. um orðið, greinilega til þess að svara viðkomandi þingmanni. Ég sem þingmaður hlýt að spyrja hvar mörkin liggi í þessu efni? Mér sýnist að í raun sé verið að halda þannig á málum að hægt sé að fara í umræðu, viðbótarumræðu, undir því formi eins og á þessu er haldið öðru hvoru. Ég bið forseta um að taka þetta ekki sem gagnrýni eða sérstakar aðfinnslur heldur er þetta áhyggjuefni af minni hálfu vegna þess að ég veit ekki sem þingmaður hver minn réttur er að þessu leyti.