Atkvæðaskýringar

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:22:20 (6555)

1997-05-15 10:22:20# 121. lþ. 127.94 fundur 338#B atkvæðaskýringar# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:22]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Vegna orða hv. þm. vill forseti taka fram að hann hefur áður minnt á það að þegar menn gera grein fyrir atkvæði sínu þá eiga þeir að gera það en ekki að hefja umræður að nýju. Það hefur hins vegar komið fyrir að forseti hefur ekki tekið eftir þegar menn hafa beðið um orðið og var ekki viss í sinni sök í tilvikinu áðan. Það var ástæðan fyrir því að hann gaf hv. 2. þm. Vesturl. orðið.

En þær ábendingar hv. 4. þm. Austurl. eru réttmætar að menn hefji ekki umræður um mál sem umræðum er lokið í þegar þeir eru að gera grein fyrir atkvæði sínu og jafnframt gefi merki strax í upphafi hvort þeir ætla að gera grein fyrir atkvæði sínu.