Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:28:05 (6559)

1997-05-15 10:28:05# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Þessar brtt. ganga út á að gera lagatextann þannig úr garði að hann grafi ekki undan sameignarrétti þjóðarinnar á auðlindum hafsins. Talsverðar umræður hafa orðið um 4. mgr. 3. gr. frv. og hvað sá texti þýðir í reynd. Í reynd þýðir hann að ekki er heimilt að veðsetja aflahlutdeild sérstaklega, en heimilt er að veðsetja skip og aflahlutdeild saman. Þetta er kjarni málsins og gegn því að heimila veðsetningu á kvóta hefur meiri hluti alþingismanna talað utan veggja Alþingis. Nú reynir á hvað hann gerir innan veggja Alþingis.