Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:30:33 (6562)

1997-05-15 10:30:33# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., ÓÞÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:30]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Auðæfi hafsins eru sameign íslensku þjóðarinnar. Efist einhver um það verður hann að gera sér grein fyrir því að til þess að láta þau af hendi hefði þurft að selja þau. Lögum eins og þessum er hægt að breyta á hvaða þingi sem er þannig að það fyrirkomulag sem í dag er á að veita þeim réttindum til aðila til nytja. Það er stundlegt eins og öll lagasetning. Þess vegna er það út í hött að halda því fram að verið sé að afsala þeim réttindum frá þjóðinni þó að Alþingi setji lög sem hafa sett leikreglur um það hvernig staðið er að nytjun miðanna.