Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:44:43 (6569)

1997-05-15 10:44:43# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:44]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Hér er ekki um veðsetningu aflaheimilda að ræða. Það er bannað samkvæmt fyrri hluta greinarinnar. Hér er hins vegar, hv. þingmenn, um kvaðabindingu að ræða sem gengur út á að eigandi skips sem selur aflaheimildir frá skipi sínu verði áður að gera upp við peningastofnanir landsins eða að fá leyfi þeirra. Þýðir það á manna máli að komið er í veg fyrir það að þriðji aðilinn þurfi að borga brúsann ef gjaldþrot verður, að menn hafi ekki heimild til að selja eignina, skilja eftir verðlausan skipsskrokk í fjörunni. Þessi lög munu ekki veikja eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni né möguleika á breytingum á fiskveiðistjórnarlögunum. Þær verða áfram fyrir hendi. Ég segi já.