Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:53:14 (6576)

1997-05-15 10:53:14# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:53]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta mál fékk mjög ítarlega umfjöllun í allshn. og var tekið fyrir á mörgum fundum. Leitað var álits sérfræðinga og fjöldi umsagna barst og mæltu þeir flestir með samþykkt þess. 4. mgr. 3. gr. frv. bannar veðsetningu á aflahlutdeild einni sér og bannar síðan framsal ef skipið hefur verið veðsett nema veðhafar leyfi það sérstaklega.

Í lögfræðiálitum sem allshn. óskaði eftir kemur skýrt fram að samþykkt frv. dregur ekki úr vægi 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða né heldur gerir ríkið bótaskylt þótt fiskveiðikerfinu verði breytt. Hér er um mikilvægt mál að ræða sem nauðsynlegt er að taka á til að eyða réttaróvissu. Ég segi já.