Stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 12:48:26 (6598)

1997-05-15 12:48:26# 121. lþ. 127.9 fundur 377. mál: #A stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði# þál., landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[12:48]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa því yfir að að sjálfsögðu styð ég þessa þáltill. frá hv. landbn. sem fjallar um menntamál í landbúnaði. En aðeins út af umræðum sem féllu fyrr í hv. þingi þegar upphaflega tillagan var lögð fram. Ég ítreka það að ýmsir þættir af því sem hér er tilgreint skuli skoða eru eða hafa verið í athugun í landbn. Við munum að sjálfsögðu eins og tillagan hljóðar upp á, ef hún verður samþykkt, reyna að fylgja henni eftir. Ég mun þá reyna að fella þau verkefni sem í gangi eru að því nefndarstarfi sem hér er lagt til að setja í gang, en vildi aðeins á þessu stigi árétta það að við höfum verið að vinna að ákveðnum þáttum sem hér eru nefndir og munum að sjálfsögðu reyna að fylgja því eftir. Það er í gangi úrvinnsla á nefndarstarfi sem lauk með nefndaráliti fyrr á þessum vetri um málefni Hvanneyrarskólans sem tengist öðrum stofnunum sem undir landbrn. heyra. Ég vildi undirstrika og ítreka af því að það starf sem er í gangi skarast að vissu leyti við það sem lagt er til í breyttri tillögu sem hér liggur fyrir frá nefndinni, að ég mun auðvitað leggja mig fram um að í því nefndarstarfi sem hér er lagt til verði þessi mál samhæfð svo sem kostur er.