Stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 12:49:56 (6599)

1997-05-15 12:49:56# 121. lþ. 127.9 fundur 377. mál: #A stefnumótun í menntunarmálum í landbúnaði# þál., ÁE
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[12:49]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir undirtektir hans við þetta mál. Mér er kunnugt um að það er verið að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessu máli í ráðuneytinu og það er vel. Ég er þess fullviss ef þessi tillaga verður samþykkt þá mun það hjálpa til í því starfi. Ég treysti hæstv. landbrh. fullkomlega til að knýja á áfram um þessi mál eins og hann hefur þegar unnið að og fagna því að hér sé samstaða á sviði tengdu landbúnaðinum milli aðila sem oft hafa tekist á um aðra þætti þess vegna þess að þetta mál er mjög mikilvægt. Hæstv. landbrh. á fullan stuðning minn í að þoka menntamálum í landbúnaði meira áleiðis. Ég vænti þess að þáltill. og önnur vinna sem er í gangi og verður sett í gang muni leiða til þess.