Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 14:36:03 (6614)

1997-05-15 14:36:03# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., Frsm. meiri hluta GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[14:36]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Egill Jónsson er þannig gerður að hann getur varið sig sjálfur. Þó að hann standi nærri Alþfl. í þessu máli hygg ég að hann sé ekkert á þeirri leið.

Hér hafa orðið orðaskipti í minn garð af hálfu hv. þm. Egils Jónssonar, bæði í gær og í dag þannig að ég held að við verðum bara að eiga það með okkur. Sjálfstfl. stendur að því þingmáli sem hér er. Það snýr ekkert að því að ég fór rækilega yfir það í morgun undir liðnum um fundarstjórn forseta að hv. þm. Egill Jónsson hefði fulla heimild til þess að fylgja sannfæringu sinni og það gerði hann í þessu máli og hefði sína sérstöðu. Ég hef ekkert um það að segja. En það væri ljóst að meiri hluti væri fyrir þessu og þar af þrír sjálfstæðismenn sem fylgja meiri hlutanum í málinu. Ég þarf því ekkert að ræða um þetta mál við hv. þm. Ágúst Einarsson sem er í þeim leikaraskap að reyna að hleypa þinginu upp.