Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 15:46:45 (6641)

1997-05-15 15:46:45# 121. lþ. 127.20 fundur 493. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (heildarlög) frv., Frsm. ÁRÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:46]

Frsm. sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 493. mál. Breytingartillaga mín liggur fyrir á þskj. 1295. Í henni eru lagðar til breytingar á gildistökuákvæðum sem eru í tveimur greinum í frv., 21. og 22. gr. Við athugun eftir að 2. umr. var lokið og atkvæðagreiðsla hafði farið fram kom í ljós að gera þarf breytingar og því er þessi tillaga lögð fram um nýja gildistökugrein í stað hinna tveggja fyrri. Efnislega er um það að ræða að lögin komi til framkvæmda á tilteknum tíma og að á sama tíma falli úr gildi sambærileg lög sem gildi þangað til um sama efni. Breytingin er í raun fólgin í því að nokkur ákvæði í frv. munu með þessu verða samfelld, taka gildi um leið og ákvæði fyrri laga falla úr gildi. Á sama hátt er lagfærð uppsetning á gildistökuákvæðinu þannig að það kemur fram í einni grein eins og algengast er orðið.