Vegáætlun 1997 og 1998

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 18:15:22 (6666)

1997-05-15 18:15:22# 121. lþ. 127.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997 og 1998# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[18:15]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það er laukrétt sem hv. þm. sagði að sú ríkisstjórn sem við tók 1991 kaus að fara aðra leið en fyrri samgrh. hafði lagt til. Ég held að reynslan af langtímaáætlunum hafi kennt okkur að þær eru þannig úr garði gerðar að réttara sé að samgrh. skýri viðhorf sín til vegamála og samgöngumála með sérstakri skýrslu til Alþingis sem þingmenn geta þá vegið og metið fremur en menn séu að leggja fram einhverjar þykjustuáætlanir til 12 ára sem aldrei verður samkomulag um og aldrei geta verið mótandi um stefnuna í vegamálum til svo langs tíma, eins og raunar kom fram hjá hv. þm. þegar hann talaði áðan um þær miklu breytingar sem hefðu orðið í landflutningum á síðustu 5--10 árum sem hlýtur að kalla á allt, allt önnur viðhorf en áður var.