Vegáætlun 1997 og 1998

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 19:13:29 (6670)

1997-05-15 19:13:29# 121. lþ. 127.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997 og 1998# þál., StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[19:13]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. 5. þm. Vestf., Kristinn H. Gunnarsson, spurði hvort það væri stefna Framsfl. að draga úr framkvæmdum til vega. Mér er skylt að svara því og það er einfalt og klárt: Nei, alveg þveröfugt. Ég tel að það verði að auka verulega fjármagn til vegagerðar. Núverandi ástand í þeim efnum er ekki þolandi lengur, það er skoðun mín. Ég get sagt það hér og nú að verði ekki bætt úr verður að gera verulegar breytingar á stefnumálum og áherslum til vega. Það verða þeir er um þessi mál fjalla að átta sig á og því fyrr, því betra.

Þetta er mitt svar við spurningu virðulegs þingmanns.