Vegáætlun 1997 og 1998

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 20:03:05 (6684)

1997-05-15 20:03:05# 121. lþ. 127.12 fundur 309. mál: #A vegáætlun 1997 og 1998# þál., samgrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[20:03]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Undir ræðu hv. þm. Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur kom upp gömul vísa eftir Sveinbjörn Egilsson:

  • Fuglinn segir bí, bí, bí,
  • bí, bí segir hún Stína.
  • Kveldúlfur er kominn í
  • kerlinguna mína.
  • Ég held að það hafi ekki verið rétt hjá hv. þm. að ég hafi verið að saka Vegagerðina um eitt eða neitt. Orð mín áttu að skiljast svo að við hefðum ekki haft pólitískar forsendur til þess að ganga svo frá vegáætlun til fjögurra ára nú að við treystum okkur til þess að vinna verkið. Vegagerðin var vel undir það búin með allar tölur og allar áætlanir þannig að það stóð með engum hætti á henni í þessu sambandi.