Lánasjóður íslenskra námsmanna

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 11:50:21 (6701)

1997-05-16 11:50:21# 121. lþ. 128.1 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[11:50]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Segja má að tvö meginsjónarmið séu uppi um úthlutunarreglur. Á að færa nánast allar úthlutunarreglur inn í lagatexta eða á að framselja það vald til stjórnar lánasjóðsins? Ég tel að með annars vegar þeirri skipan stjórnar sem hér er um að ræða þar sem námsmenn eiga annan fulltrúann og ekki síður með kærunefndinni, sé búið að draga úr meintri spennu, það er kominn óháður úrskurðaraðili sem getur tekið á vafamáli. Í ljósi þess tel ég að það fyrirkomulag sem hefur verið lýst sé mjög ásættanlegt og að ég sé þar með búinn að svara spurningu hv. þm.