Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 16:23:31 (6726)

1997-05-16 16:23:31# 121. lþ. 128.2 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:23]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er enginn ágreiningur í þessum efnum. Er það þá svo að skilja að Columbia Ventures Corporation segi bara takk fyrir, góðan daginn, ef svo færi að hér félli dómur þess efnis að þetta starfsleyfi væri dæmt frá og það yrði að byrja á nýjan leik og framkvæmdum seinkaði o.s.frv. eftir því hvað nýtt ferli tæki langan tíma? Er íslenska ríkið tryggt fyrir því að ekki verði reistar skaðabótakröfur af hálfu fyrirtækisins við slíkar aðstæður? Það væri gott að fá alveg ótvíræð svör við því frá hæstv. ráðherra.