Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 16:45:33 (6728)

1997-05-16 16:45:33# 121. lþ. 128.2 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:45]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Ólafur Þ. Þórðarson flytur oft afar merkilegar ræður og oftast skemmtilegar og sýnir okkur oft nýjar hliðar á málunum en þessi ræða var mjög sérkennileg. Ég verð að spyrja hv. þm. hvort hann telji að menn eigi ekki að hafa skoðanir á málum í öðrum hreppum, hvort það sé svo forkastanlegt að fólk sem sér fram á það að hafa fyrir augunum handan fjarðarins stóriðjuver sem það telur bera með sér bæði sjónmengun og loftmengun sé ekki í rétti til að hafa skoðun á því sem þar er að gerast. Hann bar þetta saman við það sem kynni að gerast á Reykjanesi og Snæfellsnesi og ég verð að segja sem mína skoðun að mér finnst allir geta haft skoðun á því hvað er að gerast yfirleitt í heiminum. Höfum við ekki rétt til þess að hafa skoðun á því hvernig menn útrýma regnskógum hinum megin á hnettinum eða eitthvað slíkt? Eigum við bara að hugsa um næsta nágrenni og eru réttindi okkar bara bundin við túnfótinn?