Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 16:49:42 (6730)

1997-05-16 16:49:42# 121. lþ. 128.2 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:49]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta var út af fyrir sig ágæt viðbót við fyrri ræðuhöld hv. þm. en ég hlýt að ítreka þá skoðun mína að hvort sem við erum að tala um að hafa skoðanir eða áhrif eða ráða einhverju þá sé ég ekki að það sé hægt að draga nein landamerki þar á milli. Ég hef a.m.k. heilmiklar skoðanir á því hvað er verið að gera konunum í Afganistan og ég áskil mér allan rétt til þess að beita því litla afli sem ég hef til þess að hafa áhrif í þeim efnum. Ég veit að það er ekki mikil von til þess. En maður hlýtur alltaf að reyna að koma sínu á framfæri hversu líklegt sem er að það hafi einhver áhrif. Þetta er réttur mannsins og honum ber að nota hann.