Járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 19:03:19 (6745)

1997-05-16 19:03:19# 121. lþ. 128.3 fundur 475. mál: #A járnblendiverksmiðja í Hvalfirði# (eignaraðild, stækkun) frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[19:03]

Frsm. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Íslendingar hefðu getað, herra forseti, stækkað þetta fyrirtæki eins og það var ef þeir hefðu viljað. Það er orðum aukið hversu mikla yfirburði á markaði Elkem hefur. Það er algerlega orðum aukið. Það eru 13--18% eftir því hvort um er að ræða kísilmálm eða kísiljárn þannig að það skal vera alveg á hreinu.

Í öðru lagi endurtek ég það og vil leiðrétta það hér að ég tel að stjórn fyrirtækisins hafi ekki verið beygð í þeim skilningi sem venjulega er lagður í það orð, heldur var hún beygð af ríkisstjórninni. Það er rétt hjá hv. þm. að það var hún sem réði þessu og það var hún sem var beygð og fór í keng inn í þessar umræður, því miður.