Atvinnuréttindi vélfræðinga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 20:31:14 (6752)

1997-05-16 20:31:14# 121. lþ. 128.7 fundur 544. mál: #A atvinnuréttindi vélfræðinga# (réttindanámskeið) frv., Frsm. EKG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[20:31]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 1158 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 113/1984, um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, samanber lög nr. 60/1995. Samgn. hefur fjallað um málið. Umsögn barst nefndinni frá Vélstjórafélagi Íslands.

Frv. felur í sér breytingu á ákvæði til bráðabirgða og leiðir til þess að sá umþóttunartími sem gefinn var vélgæslumönnum, sem fæddir eru árið 1945 og fyrr, á skipi með 75--220 kw. vél til að öðlast vélgæsluréttindi framlengist frá 1. september 1996 til 1. maí 1998.

Nefndin mælir með samþykkt frv.

Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita auk frsm. hv. þingmenn Magnús Stefánsson, Egill Jónsson, Stefán Guðmundsson, Kristján Pálsson, Árni Johnsen, Guðmundur Árni Stefánsson, Ragnar Arnalds og Ásta R. Jóhannesdóttir.