Fjárreiður ríkisins

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 20:54:46 (6759)

1997-05-16 20:54:46# 121. lþ. 128.25 fundur 100. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., Frsm. StB (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[20:54]

Frsm. sérn. (Sturla Böðvarsson):

Hæstv. forseti. Á þskj. 1339 flyt ég brtt. við frv. til laga um fjárreiður ríkisins. Brtt. er við 48. gr. og hljóðar svo: ,,Við síðari málslið 1. mgr. bætist: til 5 ára í senn.`` Ástæða þess að þessi brtt. er flutt er að lagt er til að ákvæði um skipun ríkisbókara verði fært í sama horf og gert er ráð fyrir í frv. til laga um breytingar á sérákvæðum í lögum er varða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Til þess að samræmi sé í þeirri löggjöf og hins vegar í lögum um fjárreiður ríkisins er nauðsynlegt að flytja þessa brtt. sem ég hef hér mælt fyrir.