Skógræktaráætlun

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 21:19:10 (6765)

1997-05-16 21:19:10# 121. lþ. 128.18 fundur 546. mál: #A skógræktaráætlun# þál., Frsm. EgJ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[21:19]

Frsm. landbn. (Egill Jónsson):

Virðulegi forseti. Eins og fram kemur á þingskjölum hefur landbn. afgreitt till. til þál. um skógræktaráætlun og skrifa allir nefndarmenn undir þá niðurstöðu. Nefndarálitið er svohljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

,,Nefndin hefur fjallað um málið og hafa henni borist umsagnir um það frá Búnaðarsambandi Austurlands, Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, Búnaðarsambandi Vestfjarða, Bændasamtökum Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Ágúst Einarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.``

Ég sé ekki ástæðu til að hafa þessa framsögu lengri. (ÁE: Ég var ekkert fjarstaddur afgreiðslu ...) (Gripið fram í: Jú.) Alla vega þá leiðréttist það hér með og þar með er staðfest að allir nefndarmenn rita nafn sitt undir þetta nefndarálit.