Lánasjóður íslenskra námsmanna

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 22:22:51 (6776)

1997-05-16 22:22:51# 121. lþ. 128.1 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:22]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Verið er að greiða atkvæði um málskotsnefnd sem hefur endanlegt úrskurðarvald í málefnum lánasjóðsins og er þannig sett yfir stjórn sjóðsins. Í nefndinni eiga að vera þrír menn og inn í hana má enginn koma nema hann hafi lokið prófi í lögfræði. Þetta er dæmi um hvernig sérfræðingaveldið er að þrengja að lýðræðislegu starfi og lýðræðislegum sjónarmiðum. Álitamál og ágreiningsmál, sem koma upp í Lánasjóði ísl. námsmanna, eru ekki bara lögfræðilegs eðlis, enda hægur vandinn að leita sérfræðiálits í þeim efnum heldur einnig mannlegs eðlis og prófgráður eru engin ávísun á réttlátt úrskurðarvald. Ég hvet til þess að þetta ákvæði verði endurskoðað og endurmetið en eins og það stendur greiði ég atkvæði gegn því.