Réttindi sjúklinga

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 12:55:53 (6851)

1997-05-17 12:55:53# 121. lþ. 130.7 fundur 260. mál: #A réttindi sjúklinga# frv., ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[12:55]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er lagt til að auk þess sem beri að gefa skýringar á bið á biðlista og upplýsingar um áætlaðan biðtíma verði sjúklingi gefinn kostur á að bóka aðgerð og einnig að biðtími eftir aðgerð verði ekki lengri en þrír til sex mánuðir eftir eðli sjúkdóms. Þessi leið hefur verið farin í nágrannalöndum okkar og hún hefur orðið til þess að stytta biðlista verulega. Við teljum nauðsynlegt að tekið verði á þeim vanda sem biðlistarnir eru og létt verði af því óöryggi sem hvílir á þeim sjúklingum sem eru á biðlistunum og mönnum verði gefinn kostur á því að bóka og tryggt að þeir þurfi ekki að bíða lengur en í þrjá til sex mánuði eftir eðli sjúkdómsins. Ég segi já.