Samningsveð

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:15:43 (6858)

1997-05-17 13:15:43# 121. lþ. 130.11 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:15]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Mikill munur er á frammistöðu Alþfl. og Framsfl. í málinu. Í tíð síðustu ríkisstjórnar stóð Alþfl. þrisvar fyrir því að leggja fram stjórnarfrv. sem kvað á um að heimilt væri að veðsetja aflahlutdeild fiskiskipa. Þrisvar lagði Alþfl. fram slíkt frv. Nú hefur verið lagt fram frv. sem kveður á um að óheimilt sé að veðsetja aflahlutdeild fiskiskipa. Það er það frv. sem Framsfl. leggur fram og ber ábyrgð á og er stoltur af. Það er það frv. sem er komið til lokaatkvæðagreiðslu nú. Ég er að sjálfsögðu ánægð með að málið er að verða að lögum og segi já.