Samningsveð

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:19:24 (6862)

1997-05-17 13:19:24# 121. lþ. 130.11 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:19]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Þó hér sé á ferðinni að mörgu leyti gott frv. tel ég að 4. mgr. 3. gr. það vont ákvæði að ég verð að greiða atkvæði gegn frv. í heild. Það er með ólíkindum að lögfesta ákvæði sem er jafnóskýrt í túlkun og þetta eins og fjölmörg lögfræðiálit sýna og hefur komið fram við þessa atkvæðaskýringu. Ég er þeirrar skoðunar að ákvæðið geri erfiðara að breyta núverandi fiskveiðistjórnarkerfi, það veiki sameignarákvæði fiskveiðistjórnarlaganna og ýti undir brask með veiðiheimildir án þess að tryggt sé að eigandi auðlindarinnar fái nokkuð í sinn hlut og án þess að tryggt sé að lög og kjarasamningar sjómanna séu ekki brotnir. Ég tel að þetta ákvæði auðveldi núverandi útgerðarmönnum að græða á því ástandi sem nú ríkir á kostnað ungu kynslóðarinnar. Ég segi nei.