Samningsveð

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 13:21:53 (6864)

1997-05-17 13:21:53# 121. lþ. 130.11 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur

[13:21]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Frv. um samningsveð er viðamikill lagabálkur sem þarf nauðsynlega að fá samþykki og í eru miklar réttarbætur frá gildandi lögum. Ég tel því eðlilegt að styðjast við að lagabálkurinn nái fram að ganga þrátt fyrir að ég telji að ofaukið sé í 4. mgr. 3. gr. frv. síðari hluta þeirrar málsgreinar. En ég bendi á að sú framför er líka í 3. gr. frv. sem hefur ekki verið í lögum hingað til að skýrt er kveðið á um að bannað er og óheimilt með öllu að veðsetja aflaheimild í sjávarútvegi.