Skýrsla Ríkisendurskoðunar um félagslega íbúðakerfið

Laugardaginn 17. maí 1997, kl. 14:02:36 (6879)

1997-05-17 14:02:36# 121. lþ. 131.95 fundur 342#B skýrsla Ríkisendurskoðunar um félagslega íbúðakerfið# (umræður utan dagskrár), MF
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur

[14:02]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Vissulega hafa verið bornar upp mjög alvarlegar ásakanir í garð eins hæstv. ráðherra. Það er þannig að við þingmenn sem hér störfum verðum að geta treyst því að þegar við berum fram fyrirspurnir séu þau svör sem við fáum unnin eftir bestu vitund og þau séu eins rétt og kostur er hverju sinni miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir.

Þetta snýst í raun og veru ekki um hvort hæstv. forsrh. ber fullt traust til samstarfsráðherra sinna, það hlýtur hann að verða að gera. Hins vegar hljótum við að fara fram á að forsrh. taki málið til athugunar og jafnframt virðulegur forseti þingsins þar sem annars vegar er um að ræða svör frá hæstv. félmrh., hins vegar skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem er stofnun sem heyrir undir Alþingi. Þarna er um verulegan mismun að ræða og auðvitað mjög erfitt að skýrsla eins og þessi skuli koma á allra síðustu tímum þingsins og leitt að síðustu mínútum af starfstíma þessa þings skuli þurfa að verja á þennan hátt.

Engu að síður hljótum við að fara fram á að málið verði skoðað og þingmönnum síðan gerð grein fyrir niðurstöðu þeirrar athugunar.