Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

Miðvikudaginn 02. október 1996, kl. 13:36:34 (11)

1996-10-02 13:36:34# 121. lþ. 1.1 fundur 4#B kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.#, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur

[13:36]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Það er orðið ljóst að þingflokkur Kvennalistans mun standa einn utan forsætisnefndar Alþingis nú í vetur. Sú staða er ekki æskileg að okkar mati þótt hún sé reyndar í samræmi við þingstyrk. Við sóttum það nokkuð fast að þessu sinni að gert yrði heiðursmannasamkomulag um aðild Kvennalistans að forsætisnefnd og nutum við það stuðnings þingflokks jafnaðarmanna og þingflokks Alþb. og óháðra. Þingflokkar meiri hlutans féllust ekki á þessa málaleitan og því mun þingflokkur Kvennalistans standa einn þingflokka utan forsætisnefndar eins og áður segir. Með tilliti til þessa munu þingkonur Kvennalistans ekki greiða atkvæði með afbrigði.