Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Miðvikudaginn 02. október 1996, kl. 20:31:35 (14)

1996-10-02 20:31:35# 121. lþ. 2.1 fundur 1#B stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur

[20:31]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Umræðan skiptist í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund en fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver þingflokkur 10 mínútur til umráða.

Dregið var um röð stjórnarandstöðuflokkanna innbyrðis og verður röð þingflokkanna þessi í báðum umferðum: Sjálfstfl., Alþb. og óháðir, Samtök um kvennalista, Framsfl. og þingflokkur jafnaðarmanna. Ræðumenn verða fyrir Sjálfstfl.: Davíð Oddsson forsrh. í fyrri umferð og Sigríður A. Þórðardóttir, 3. þm. Reykn., og Sólveig Pétursdóttir, 5. þm. Reykv., í þeirri síðari. Fyrir Alþb. og óháða tala í fyrri umferð Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., og Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv., en í þeirri síðari Kristinn H. Gunnarsson, 5. þm. Vestf. Af hálfu Samtaka um kvennalista tala Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., og Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í þeirri síðari. Ræðumenn Framsfl. verða Finnur Ingólfsson iðn.- og viðskrh., Siv Friðleifsdóttir, 4. þm. Reykn., og Magnús Stefánsson, 3. þm. Vesturl., í fyrri umferð, en Guðni Ágústsson, 2. þm. Suðurl., í þeirri síðari. Af hálfu þingflokks jafnaðarmanna tala Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn., Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn., og Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., í fyrri umferð, en Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e., í þeirri síðari.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hæstv. forsrh., Davíð Oddsson.