Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa

Mánudaginn 07. október 1996, kl. 15:08:56 (35)

1996-10-07 15:08:56# 121. lþ. 3.1 fundur 25#B fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa# (óundirbúin fsp.), 28#B Byggðastofnun# (óundirbúin fsp.), 29#B afstaða íslenskra stjórnvalda til Helms-Burton laga# (óundirbúin fsp.), 30#B ársskýrslur LÍN# (óundirbúin fsp.), 31#B vaktþjónusta lækna og sjúkraflutningar í Hafnarfirði og nágrenni# (óundirbúin fsp.), 32#B Arnarholt# (óundirbúin fsp.), 33#B hvalveiðar# (óundirbúin fsp.), 34#B stefnumörkun í ferðaþjónustu# (óundirbúin fsp.), 35#B framkvæmd samkomulags við heilsugæslulækna# (óundirbúin fsp.), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[15:08]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill minna á reglur um ræðutíma. Fyrirspyrjandi og ráðherra hafa tvær mínútur í fyrsta sinn og eina mínútu í annað og þriðja sinn.

Forseta hafa þegar borist mun fleiri fyrirspurnir en tíminn leyfir að svarað verði. Mat forseta verður að ráða hverjar verða teknar fyrir. Ef hv. þm. og ráðherrar nota sér ræðutímann að fullu verða vart teknar fyrir fleiri en fimm eða í hæsta lagi sex fyrirspurnir. Ef menn tala ekki þrisvar er kannski hægt að komast aðeins lengra.