Arnarholt

Mánudaginn 07. október 1996, kl. 15:29:05 (50)

1996-10-07 15:29:05# 121. lþ. 3.1 fundur 32#B Arnarholt# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur

[15:29]

Ögmundur Jónasson:

Hæst. forseti. Þetta er dæmigert fyrir umræðu um þennan málaflokk núna um alllangt skeið. ,,Við höfum ekki verið að vinna með réttar tölur`` og þess vegna er því lýst yfir í fjölmiðlum og lýst yfir þjóðfélagið allt að það eigi að loka geðdeild fram til áramóta, að það eigi að svipta fólkið sem þar býr heimili sínu vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki verið að vinna með réttar tölur. Ég vil vekja athygli hæstv. heilbrrh. á því að þótt það kunni að vera rétt að Sjúkrahús Reykjavíkur sé ábyrgt fyrir rekstrinum í Arnarholti þá er ríkisstjórn Íslands ábyrg fjárhagslega gagnvart Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Og ég vil að lokum ítreka mikilvægi þess að hlúð sé að þessum málaflokki, hann sé efldur. Ég ítreka enn fremur að í Arnarholti dveljast alvarlega sjúkir einstaklingar sem öðrum fremur þurfa á öryggi að halda. Það er ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisyfirvalda að sjá þeim fyrir því öryggi.