Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 14:21:49 (86)

1996-10-08 14:21:49# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[14:21]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. skaut sér fram hjá því að ræða ýmis áform og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni um fjárlagafrv. þegar hann talaði um velferðarkerfið. Ég má því til með, þó að ég komi hér í stólinn beint á eftir, að nota andsvarsformið til að fá svar við eftirfarandi spurningu: Er hæstv. ráðherra sammála þeirri fullyrðingu að vaxtatekjur skerði tekjutryggingu margra eldri borgara frá og með 1. sept. sl. og þar af leiðandi verði að hluta um að ræða tvísköttun vaxtatekna eldri borgara? Getur verið að þetta sé á sama tíma og verið er að ræða um að treysta velferðarkerfið?