Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 14:25:32 (89)

1996-10-08 14:25:32# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[14:25]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að ítreka það að hér er ekki um skatta að ræða. Hér er um það að ræða að tekjur, þessar tekjur eins og aðrar tekjur, skerði tryggingabætur sem koma úr ríkissjóði. Það er ekki skattur. Það stendur sem ég sagði fyrr að menn verða að átta sig á því að áður var gerður munur á því hvaðan tekjurnar komu. Svo kemur hv. þm. og ber sér á brjóst, nýkominn úr sumarfríi, og segir: ,,Stjórnarandstaðan var á móti fjármagnstekjuskattinum.`` Ég ætla að minna hv. þm. á það að fulltrúi Alþfl. sat í nefnd sem komst að samhljóða niðurstöðu og var sammála um að leggja fjármagnstekjuskattinn á. Svona geta menn gleymt jafnvel á einu sumri.