Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 14:32:55 (93)

1996-10-08 14:32:55# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[14:32]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. að fjármagnstekjuskattsfrv. var undirbúið af öðrum aðilum en \mbox{BSRB.} Það er hárrétt. Að því máli komu hins vegar fulltrúar bæði VSÍ og ASÍ.

Varðandi viðbótarlaunin þá er það líka ætlan mín að unnið verði að því sem allra fyrst. En ég hygg að það sé raunsætt að álíta að það verði ekki hægt að koma því kerfi á fyrr en eftir að kjarasamningum lýkur og þá geri ég auðvitað ráð fyrir því að þeim kjarasamningum ljúki sem allra fyrst eða um eða upp úr áramótum. Dragist það hins vegar fram eftir ári, sem auðvitað gæti gerst og hefur oft gerst áður, þá lítur málið auðvitað öðruvísi við. (ÖJ: En verður um þetta samið?) Það verður ekki um þetta samið. Þetta eru lög og heimildin er hjá ráðherra og einstökum aðilum eins og fram hefur komið og við höfum margoft rifist um, gerðum í allan fyrravetur. En það verður haft samráð við forustumenn starfsmanna ríkisins (ÖJ: Svona svipað og með fjármagnstekjuskattinn?) og þess freistað að ná niðurstöðu sem menn eru almennt sáttir við.

Varðandi fjármagnstekjuskattinn þá var ekki bara haft samráð við aðila vinnumarkaðarins heldur bókstaflega sömdu þeir ásamt öðrum frv. sem lá fyrir og var samþykkt á síðasta (ÖJ: Það er rangt.) þingi.