Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 15:11:15 (102)

1996-10-08 15:11:15# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[15:11]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Það fór eins og ég átti von á að það yrði viðurkennt að það væri um ákveðna vöruflokka að ræða sérstaklega í innflutningi og var getið um hér áðan.

En varðandi vöntun í heilbrigðiskerfinu sný ég ekki til baka með það að það liggur fyrir 400 millj. kr. gat sem þarf að bæta frá 1996. Það liggur fyrir að einhvers staðar á bilinu 500--600 millj. er vöntunin í heilbrigðiskerfinu þar að auki. Þannig að ég hef hvergi séð nein rök fyrir því að þessi tala sem ég set fram sé röng. Ég tel að þetta sé rétt tala upp á 1 milljarð sem vantar inn í heilbrigðiskerfið. Ef hægt er að sýna mér fram á að það sé rangt þá fagna ég því. Ég fagna því ef það er lægri tala en þetta.