Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 16:32:15 (115)

1996-10-08 16:32:15# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[16:32]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Aðeins í sambandi við orð hæstv. ráðherra um Laugaskóla og framhaldsskólann á Húsavík. Hann kvaðst ekki hafa lagt neins staðar til að Laugaskóli sameinaðist framhaldsskólanum á Húsavík og það má rétt vera en aðgerðir í þessum efnum geta vissulega leitt til að skólahald skerðist svo mjög að það gefi stjórnvöldum tilefni til að fullyrða og ganga út frá því að slíkur skóli sé ekki á vetur setjandi þegar búið er að þrengja svo að honum í framlögum að hann geti ekki starfað sjálfstætt lengur.