Fjárlög 1997

Þriðjudaginn 08. október 1996, kl. 23:04:39 (157)

1996-10-08 23:04:39# 121. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur

[23:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get fullyrt að áður en fjárlög verða afgreidd verði líka búið að afgreiða breytingar á lögunum um Atvinnuleysistryggingasjóð.

Það er alveg rétt varðandi einyrkjana að lengri tíma hefur tekið en ég vonaðist eftir í vor að koma þessu fram og vona að það takist á haustþinginu. Auðvitað hefur húsbréfakerfið sína kosti. Það er greitt í viðskiptum og það hefur sína kosti.

Varðandi þráhyggju hv. þm. í garð fyrrv. félmrh. Alexanders Stefánssonar, þá ætla ég ekki að fara að skattyrðast við hana um verk hans sem félmrh. Ég tel að hann hafi verið ágætur félmrh. og sinnt sínu starfi vel. En ef ég gæfi mig út í orðaskipti við hv. þm. um það efni mundum við sjálfsagt þurfa að jagast hér í alla nótt.

Byggingarsjóður verkamanna fór ekki allur á hliðina bara við að ég kæmi í ráðuneytið. Það var búið að skekkja hann ansi mikið áður en ég kom þangað.