Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 10. október 1996, kl. 14:16:52 (239)

1996-10-10 14:16:52# 121. lþ. 6.2 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:16]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þeir sem eiga að fá að veiða utan lögsögunnar eru þeir sem óska eftir því og við vitum það ósköp vel, hæstv. sjútvrh. og ég sjálf, að til er t.d. Félag úthafsútgerða starfandi í þessu landi sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna þess að önnur útgerðarsamtök vilja einoka þessar veiðar. Ég er að segja að ég tel að aðilar í þeirri útgerð hafi sama rétt og aðrir.

Varðandi 5. gr. frv. sem fjallar um flökkustofna, þá er það alveg rétt hjá ráðherra. Ég sé ákveðin rök fyrir því að þar verði að fjalla um veiðarnar innan og utan lögsögunnar saman, en það þarf ekki annars staðar.