Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 10. október 1996, kl. 14:29:02 (248)

1996-10-10 14:29:02# 121. lþ. 6.2 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:29]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Sannleikurinn í málinu er sá að sjútvrn. eðlilega óskaði eftir þjóðréttarlegu áliti frá utanrrn. og það álit var gefið. Það var ekki óskað eftir því að utanrrn. semdi reglugerð fyrir sjútvrn. Það var óskað eftir því að fá þjóðréttarlegt álit og það álit var gefið munnlega. Eðlilega getur margt orkað tvímælis sem fram kemur í slíku áliti sem gefið er fyrirvaralaust. En þetta er staðreynd málsins og það er ástæðulaust fyrir hv. 9. þm. Reykv. að vera að reyna að gera tilraunir til þess að hagræða sannleikanum í því efni. Það þjónar hvorki hans málstað né íslenskum málstað í þessu máli.