Fæðingarorlof feðra

Mánudaginn 14. október 1996, kl. 17:22:08 (294)

1996-10-14 17:22:08# 121. lþ. 7.4 fundur 12. mál: #A fæðingarorlof feðra# þál., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur

[17:22]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er óðum að skýrast. Samkvæmt hugmyndum hv. þm. á að skylda feður til að taka tvo mánuði af þessum sex. Þá bið ég hv. þm. að svara því hvort í tillögu þingmannsins sé innifalið að feðurnir haldi þeim launum sem þeir eru á eða er hugmynd hv. þm. að þeir fái fæðingarorlofið eins og það kemur frá Tryggingastofnun ríkisins? Ég held að við verðum að fara þá leið, hvort sem það eru feður eða mæður, að tekjur fólks skerðist ekki svona mikið við að taka fæðingarorlof, það er óraunhæft. Við eigum að skoða einhverja leið í því efni þannig að fólk missi ekki verulegan hluta af tekjum sínum í marga mánuði meðan það fer í fæðingarorlof.