1996-10-15 14:38:48# 121. lþ. 8.6 fundur 54. mál: #A fullgilding samnings um verndun víðförulla fiskstofna og stjórnun veiða úr þeim# þál., SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[14:38]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. utanrrh. fyrir það sem hann sagði. Það gefur auga leið að það er erfitt fyrir sjútvn. að hefjast handa um meðferð svo viðamikils frv. eins og frv. til laga um veiðar utan fiskveiðilögsögu Íslands er án þess að hafa þessar upplýsingar í höndunum sem ég ræddi um. Við verðum auðvitað að hafa mið af því hvernig aðrar þjóðir sem eru í sambærilegri aðstöðu og við ætla að taka á þessum málum svo að við séum ekki að ganga öðrum þjóðum lengra í því að takmarka veiðimöguleika okkar eigin flota í úthafinu. Þess vegna vil ég þakka hæstv. ráðherra fyrir það að hann skuli reyna að afla þessara upplýsinga svo að sjútvn. geti stuðst við það hvernig önnur ríki í sambærilegri aðstöðu og við ætla að taka á þessum málum, en menn hagi sér ekki í sjútvrn. eins og þeir séu einir í heiminum.