Þingsköp Alþingis

Miðvikudaginn 16. október 1996, kl. 15:38:38 (389)

1996-10-16 15:38:38# 121. lþ. 9.4 fundur 21. mál: #A þingsköp Alþingis# (rannsóknarvald þingnefnda) frv., Flm. JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur

[15:38]

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst einhver misskilningur felast í skilningi á þessu ákveðna ákvæði í frumvarpsgreininni. Þetta eru tvær leiðir, annars vegar sú sem er til staðar í 26. gr. Síðan ef nefndir telja ríka ástæðu til, er þeim heimilt að eigin frumkvæði efna til sérstakrar rannsóknar um þessi mál, meðferð opinberra fjármuna, framkvæmd laga og reglugerða o.s.frv. Það er nefndin sem á að ákveða þetta eins og ég segi. Það að vinnubrögðin verða yfirborðsleg og meiri hlutinn undirbúi sig svo vel að minni hlutinn hafi engin áhrif, finnst mér vera rökleysa. Ég sé ekki nokkur einustu rök í þessu máli. Það er bara mjög gott ef meiri hluti og minni hluti undirbúa sig þá betur en þeir kannski gera ef nefndirnar starfa fyrir opnum tjöldum. Ég verð því að segja að mér finnst þetta rökleysa sem fram kemur í málflutningi þingmannsins.