Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 12:16:33 (412)

1996-10-17 12:16:33# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[12:16]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. að það hefur tíðkast mjög lengi að ríkisstofnanir af margvíslegu tagi hafa tekið ákvörðun um það að haga hlutum eins og gerst hefur í sambandi við endurbyggingu þessara húsa. Ég nefni í því sambandi t.d. Vegagerð ríkisins. Það höfum við, ég og hv. þm., gagnrýnt á vettvangi þingmanna Reykjavíkurkjördæmis. Á þessu ári er t.d. verið að framkvæma í kjördæmi okkar fyrir fjármuni sem þeir stóla á að fá á næsta ári. Þetta er afleitt fyrirkomulag og um það eru allir sem betur fer sammála. Þess vegna er mikilvægt að frv. um fjárreiður ríkissjóðs, sem var stoppað í fyrra af flokkssystkinum hv. þm., verði lagt núna fram og þar með verður hægt að ramma þessa hluti betur inn í framtíðinni en gert hefur verið og ég tel það mikilvægt.

Loks vil ég leyfa mér fyrir hönd allra þingmanna Alþb. og óháðra að bjóða hv. þm. velkominn á skrifstofu einhvers staðar í húsinu að Vonarstræti 12 ef kostur er á að koma honum þar fyrir ef honum líður illa í húsinu við Kirkjustræti.