Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 12:26:12 (417)

1996-10-17 12:26:12# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., ÓE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[12:26]

Ólafur G. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég skýrði það út að samkomulag hefði orðið milli forsn. og fjárln. um að skipta fjárhæðunum á tvö ár. Ég skýrði það út og ég gerði jafnframt grein fyrir því að í samningum við verktakann er gert ráð fyrir að hluti af þessum kostnaði yrði ekki greiddur fyrr en á árinu 1997. Ég er líka búinn að skýra það út að þetta er tekið inn í fjáraukalagafrumvarpið og fellt út úr frumvarpsdrögum fyrir árið 1997. Þetta á allt saman að vera ljóst. Það kemur mér satt að segja töluvert mikið á óvart að þetta skuli vera aðalgagnrýniefnið í ræðu hv. þm. Péturs H. Blöndals á fjáraukalagafrumvarpið í heild sem telur nú upp á nokkra milljarða króna. Þetta er aðalgagnrýnisefnið. Finnur hv. þm. engin dæmi í þessu fjáraukalagafrumvarpi um framkvæmdir sem voru alls ekki ræddar við gerð fjárlaga fyrir árið 1996?