Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 12:27:14 (418)

1996-10-17 12:27:14# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[12:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Vissulega var farið út í margar framkvæmdir. Ég nefni t.d. framkvæmdir við flutning forsetaembættisins sem kosta 99 milljónir. Vissulega má setja út á margt en mér finnst að hið háa Alþingi Íslendinga eigi að sýna fordæmi og fara að lögum sem það setur sjálft og getur sett á hvaða tíma sem er. Það hefði hvenær sem er mátt setja fjáraukalög um þessa framkvæmd. Það hefði mátt gera það í mars, það hefði mátt gera það í febrúar. Hvenær sem er getur Alþingi Íslendinga samþykkt lög um þessa framkvæmd. Það er mjög léttur leikur. Mér finnst þetta því alveg ástæðulaust og þess vegna bendi ég á þessa framkvæmd af því við hv. þingmenn eigum að líta okkur nær og gefa fordæmi til annarra ríkisstofnana um að fara að fjárlögum.